Samkomulag um fjölda palestínskra fanga sem slepp verður í Ísrael

Ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit.
Ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit. Reuters

Palestínsku Hamas-samtökin hafa gengið að tilboði Ísraela um að 450 palestínskum hermönnum verði sleppt úr haldi Ísraela í skiptum fyrir ísraelska hermanninn Gilad Shalit sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna frá því í júní á síðasta ári. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Samkvæmt heimildum Ha’aretz munu fulltrúar Hamas afhenda Ísraelum myndband með staðfestingu þess að Shalit sé enn á lífi og í kjölfar þess munu Ísraelar sleppa ótilgreindum fjölda kvenna og ungmenna sem þeir hafa í haldi. Þvínæst verður Shalit fluttur til Egyptalands og þaðan til Ísraels og á sama tíma munu Ísraelar sleppa föngunum 450. Um tveimur mánuðum síðar stendur síðan til að Ísraelar sleppi enn fleiri föngum en fjöldi þeirra er enn ekki ákveðinn og ekki heldur hverjir fangarnir verða.

Hamas-samtökin munu innan tíðar afhenda Egyptum lista yfir þá fanga sem þau vilja að Ísraelar sleppi úr haldi en það getur hugsanlega tekið einhvern tíma að ná samkomualagi um hvaða föngum verður sleppt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert