Biden stöðvar vopnasendingar

Biden kveðst hafa í hyggju að stöðva vopnasendingar til Ísraels.
Biden kveðst hafa í hyggju að stöðva vopnasendingar til Ísraels. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í fyrsta sinn í gær að hann hefði í hyggju að stöðva sendingar bandarískra vopnabirgða til Ísraels, vopnin hefðu verið notuð til þess að myrða almenna borgara á Gasasvæðinu og ómögulegt væri að segja til um hvort Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fyrirskipaði stórsókn að Rafah-borg.

„Borgarar hafa verið felldir í Gasa í loftárásum og með öðrum hætti þegar sótt er að þéttbyggðum svæðum,“ sagði forsetinn í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN þar sem rætt var um tæplega eins tonns þungar sprengjur sem Bandaríkjamenn sendu til Ísraels í síðustu viku.

Vatnaskil í átökum

„Ég gerði það alveg ljóst að ef þeir færu inn í Rafah – þeir hafa ekki farið þangað enn – ætlaði ég ekki að senda þangað vopn sem í sögunni hafa verið notuð gegn Rafah, gegn öðrum borgum,“ sagði Biden enn fremur.

Yfirlýsing forsetans um að hann væri þess albúinn að setja skilyrði um vopnaafhendingar til Ísraels markar viss vatnaskil í átökum Ísraela og Palestínumanna og má túlka ummæli hans um að bandarískum sprengjum væri beitt til að drepa almenna borgara á Gasa sem staðfestingu á þátttöku Bandaríkjamanna í átökunum.

CNN

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert