Fluttu lík Benjamín frá Gasa

Frá aðgerð Ísraelshers á Gasa.
Frá aðgerð Ísraelshers á Gasa. AFP/Ísraelsher

Ísraelskir hermenn fluttu lík Ron Benjamín frá Gasaströndinni til Ísrael sem þeir segja að hafi verið drepinn af Hamas í árásunum 7. október.

Daniel Hagari, talsmaður IDF, segir að líkið hafi verið sótt í sömu aðgerð og lík þriggja gísla sem tilkynnt var um í gær. 

Talið er að 129 ein­stak­ling­ar frá tólf lönd­um hafi verið tekn­ir í gísl­ingu af Ham­as í árás­un­um í októ­ber. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert