Bretar hefja alþjóðlega herferð gegn hvalveiðum Íslendinga

Hvalveiðiskipin í Reykjavíkurhöfn .
Hvalveiðiskipin í Reykjavíkurhöfn . mbl.is

Bretar munu hefja alþjóðlega herferð gegn hvalveiðum Íslendinga um næstu mánaðamót. Tony Blair forsætisráðherra og Sir David Attenborough eru verndarar herferðarinnar en að henni stendur breska umhverfisráðuneytið. RUV skýrði frá því í kvöldfréttum sínum að Bretar hygðust fá aðrar þjóðir til liðs við sig og fá þjóðir á borð við Búlgaríu og Tyrkland til að ganga í Alþjóða hvalveiðiráðið til að vernda hvalastofnana.

Sjötíu og tvær þjóðir eru meðlimir í Alþjóðlega hvalveiðiráðinu en oft er mjótt á mununum þegar gengið er til atkvæðagreiðslu í ráðinu og hyggjast Bretar fá fleiri þjóðir í ráðið og freista þess að geta unnið fleiri mál fyrir hvalfriðunarmenn þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert