Hillary Clinton hefur afgerandi forskot meðal demókrata

Hilary Clinton með börnum í New York í gær.
Hilary Clinton með börnum í New York í gær. Reuters

Hillary Clinton nýtur mun meira fylgis meðal demókrata en aðrir sem sóst hafa eftir útnefningu til forsetaframbjóðanda flokksins, samkvæmt skoðanakönnun sem Washington Post birti í gær.

41% demókrata sem þátt tóku í könnuninni vildu helst að Clinton yrði forsetaframbjóðandi, en helsti keppinautur hennar, Barack Obama, naut fylgis 17 af hundraði.

John Edwards, sem varaforsetaefni 2004, var í þriðja sæti með 11%, Al Gore í fjórða með 10% og John Kerry naut átta prósenta fylgis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert