Unnið að því að koma í veg fyrir útbreiðslu fuglaflensu á Bretlandi

Þegar er hafið að farga þeim 160.000 kalkúnum sem voru …
Þegar er hafið að farga þeim 160.000 kalkúnum sem voru í alifuglabúinu þar sem veirunnar varð vart. AP

Breskir dýralæknar unnu í alla nótt á alifuglabúi í Suffolk á Englandi við að koma í veg fyrir útbreiðslu hins mannskæða H5N1-stofns fuglaflensuveirunnar sem hefur komið þar upp. Þegar er hafið að farga rúmlega 160.000 kalkúnum á búinu sem er nærri Lowestoft.

Veiran getur reynst banvæn berist hún í menn en sérfræðingar segja að heilsu manna stafi lítil hætta af faraldrinum.

Umhverfis- matvæla- og dreifbýlisstofnun landsins hefur takmarkað flutning alifugla nærri Bernard Matthews alifuglabúinu.

Búið er að setja upp varnarsvæði í um þriggja km radíus frá búinu auk 10 km eftirlitssvæðis við Holton sem er í um 27 km fjarlægð frá Lowestoft.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert