Larijani segist ætla að ræða við vestræna erindreka í Munchen

Ummæli Larijani þykja benda til þess að Íranar vilji koma …
Ummæli Larijani þykja benda til þess að Íranar vilji koma í veg fyrir að öryggisráð SÞ samþykki hertar aðgerðir gegn Írönum Reuters

Ali Larijani, aðalsamningamaður Írana í kjarnorkumálum sagðist í dag ætla að ræða við erindreka vestrænna landa um kjarnorkuáætlun Írana á ráðstefnu um öryggismál sem haldin verður í Þýskalandi um næstu helgi.

Ummæli hans þykja benda til þess að Íranar ætli með diplómatískum leiðum að reyna að koma í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki harðari aðgerðir til að þvinga Írana til að láta af kjarnorkuáætlun sinni.

Öryggisráðið gaf Írönum 60 daga frest til að hætta auðgun úrans þann 23. desember sl.

Íranska ríkisfréttastofan IRNA skýrði frá þessu í dag, en ekkert mun hafa komið fram um það hvort bandarískir embættismenn verði meðal þeirra sem Íranar ætla að ræða við.

Larijani fer fyrir nefnd Írana á ráðstefnunni í fyrsta skipti, en lægra settir embættismenn hafa verið sendir fyrir hönd Írana á fyrri ráðstefnur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert