Bush sannfærður um að íranskar úrvalssveitir útvegi uppreisnarmönnum vopn

George W. Bush yfirgefur blaðamannafund í Hvíta húsinu í dag.
George W. Bush yfirgefur blaðamannafund í Hvíta húsinu í dag. Reuters

George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í dag að hann væri ekki viss hvort æðstu embættismenn í Íran bæru ábyrgð á vopnasendingum til uppreisnarmanna í Írak. Hann efaðist hins vegar ekki um að íranskar úrvalssveitir, Al-Qods, hefðu útvegað uppreisnarmönnum háþróaðar sprengjur, IEDS, sem þeir væru nú að beita á bandaríska hermenn.

Bush hét því að „gera eitthvað í því máli“. „Hvort Ahmadinejad (forseti Írans) fyrirskipaði Qods-liðinu að gera þetta vitum við ekki. En við vitum að þeir eru þarna,“ sagði Bush. Það væri út í hött að halda því fram að Bandaríkjastjórn væri að ljúga upp á yfirvöld í Íran. Bush útilokaði beinar viðræður við Íransstjórn eins og málum væri nú háttað.

Bush sagðist ekki vita hvort væri verra, að stjórnvöld í Íran hefðu skipað fyrir um vopnasendingarnar eða ekki, þar sem vopnunum hefði verið beitt. Hann taldi það betra að halda sig við fjölþjóðlegar viðræður hvað kjarnorkumál Írana varðaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka