Bush segir að þjóðernishreinsanir fari fram í Bagdad

George W. Bush á blaðamannafundi í dag.
George W. Bush á blaðamannafundi í dag. Reuters

George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í dag að öryggissveitir í Bagdad í Írak þyrftu að koma í veg fyrir þjóðernishreinsanir í ákveðnum hlutum borgarinnar. „Grundvallarspurningin er þessi: Getum við aðstoðað þessa ríkisstjórn (í Írak) í því að koma sér upp nægilega stórri sérsveit til þess að stöðva þjóðernishreinsanirnar sem fara fram í ákveðnum hverfum Bagdad?“ sagði Bush á blaðamannafundi. Hann hafði þá verið spurður að því hvernig hann skilgreindi sigur í Írak.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert