Barnaklámshringur upprættur

Ítölsk samtök sem berjast á móti barnaklámi eiga heiðurinn að því að lögregla gerði áhlaup á fjörtíu stöðum á Ítalíu, Rúmeníu, Slóveníu og Sviss í dag, samkvæmt upplýsingum frá Europol.

Europol segir að ein manneskja hafi verið handtekinn en aðgerðir standi enn yfir. Um er að ræða glæpahring sem dreifir barnaklámsmyndum á netinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert