Bandaríkin hafna því að hætt verði að nota klasasprengjur í stríði

Hermaður sést hér halda á smá-sprengjum sem eru voru inni …
Hermaður sést hér halda á smá-sprengjum sem eru voru inni í klasaprengju sem Ísraelsher hafði komið fyrir í stríðinu við Hizbollah í Líbanon í sumar. Reuters

Bandaríkin hafa hafnað því að hverfa frá notkun klasasprengna líkt og alþjóðasamfélagið hefur kallað eftir að verði gert. Frá þessu greindi talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, Sean McCormack.

Hann sagði að Bandaríkin hafi tekið þá afstöðu að vopnin eigi heima í vopnabúri hersins og eigi erindi í stríðsátökum. Svo lengi sem þau eru notuð á réttan máta.

Fjörutíu og sex lönd komu saman til fundar í Ósló í Noregi í dag og þau hétu því að leitað yrði leiða við að ná fram samkomulagi er bannar notkun klasasprengna á næsta ári. Meðal þeirra þjóða sem hafa lýst yfir vilja sínum að hætta notkun vopnanna eru Frakkar og Bretar, en þessar tvær þjóðir bæði eiga og framleiða slík vopn í miklu magni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert