Vill að „flassarar“ verði skilgreindir sem kynferðisafbrotamenn

New York séð frá Empire State.
New York séð frá Empire State. mbl.is/Sverrir

Borgarfulltrúi í New York, Peter Vallone, hefur lagt það til að fólk sem beri kynfæri sín fyrir framan allan almenning verði skilgreint sem kynferðisafbrotamenn. Hann segir að að karlmaður hafi nýverið „flassað“ börn sín þrjú í hverfinu sínu í Queens. Maðurinn er síðan sagður hafa ráðist á eitt annað barn. Hann hefur ekki náðst.

Fólk sem berar sig opinberlega og káfar á öðrum er vandamál í New York, sérstaklega í þétt setnum lestarvögnum. Á síðasta ári handtók lögreglan í borginni 13 „flassara“ og fólk sem gat ekki haft stjórn á höndunum sínum á tveimur dögum, en umræddir einstaklingar höfðust við í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar.

Vallone sagði í dag að hann hafi beðið ríkisembættismenn til þess að bæta ofangreindri hegðun á lista yfir kynferðisglæpi. Þeir sem gerast sekir um slíka glæpi, og eru dæmdir, eru skráðir og hafðar eru góðar gætur með þeim, þ.e. hvar þeir haldi sig til.

„Þeir njóta þess þegar fólk horfi á þá? Þá skulum við láta þá hafa það sem þeir vilja,“ sagði Vallone.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert