Níu létust í jarðskjálfta á Súmötru

Mynd sem sýnir strandlengju Súmötru eftir skjálftann 26. desember.
Mynd sem sýnir strandlengju Súmötru eftir skjálftann 26. desember. AP

Níu létust í öflugum jarðskjálfta á eyjunni Súmötru í dag, en skjálftinn var 6,3 að styrkleika á Richter-kvarða. Hundruð bygginga hrundu til grunna og sjúkrahús urðu í kjölfarið yfirfull af slösuðu fólki og eru þar margir beinbrotnir. Skjálftinn fannst alla leið til Singapúr, sem er 430 km frá. Þar voru skrifstofubyggingar rýmdar og einnig í Malasíu.

Tvö börn létu lífið þegar tveggja hæða byggingu sem hrundir og féll yfir leikvöll í bænum Solok, að sögn heimildarmanns þar. Jarðskjálftamiðstöð Bandaríkjanna segir upptök skjálftans hafa verið 33 km undir Solok, en bærinn er á vesturströnd eyjunnar. Fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið.

Mikill jarðskjálfti varð undan Súmötru 26. desember 2004. Hann myndaði risaflóðbylgjur sem urðu yfir 230.000 manns að bana. Ekki er talin hætta á flóðbylgju nú.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert