Lokuð réttarhöld Guantanamo-fanga gagnrýnd

Frá fangabúðunum við Guantanamo flóa á Kúbu
Frá fangabúðunum við Guantanamo flóa á Kúbu AP

Bush bandaríkjaforseti var í dag gagnrýndur fyrir að hindra aðgang fjölmiðla að herdómstól yfir 14 meintum hryðjuverkamönnum sem hafa verið í haldi í fangabúðunum við Guantanamo-flóa á Kúbu. Á meðal hinna grunuðu er Khalid Sheikh Mohammed sem er sakaður um að vera einn af mönnunum á bakvið árásirnar 11. september 2001.

„Það eru mistök að halda þessi réttarhöld á bakvið luktar dyr,” sagði Floyd Abrams, lögfræðingur sem sérhæfir sig í málfrelsi fjölmiðla hann sagði í samtali við AP fréttastofuna að það sendi skilaboð um að réttahöldin væru að einhverju leyti óréttlát.

„Heimurinn er að fylgjast með,” sagði Scott Silliman sem var lögmaður hjá bandaríska flughernum í 25 ár. „Ef þingið styðst við réttlátt kerfi er það sækir þessa menn til saka hví ætti það þá að halda því leyndu fyrir fjölmiðlum?” sagði hann.

Réttarhöldin hefjast á föstudaginn. Pentagon hefur lýst því yfir að fréttamönnum verði ekki heimilaður aðgangur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert