Breska kjarnorkuvopnabúrið verður endurnýjað

Uppfærslu Trident-kerfisins mótmælt í Lundúnum í febrúar.
Uppfærslu Trident-kerfisins mótmælt í Lundúnum í febrúar. Reuters

Neðri deild breska þingsins studdi í dag uppfærslu á kjarnorkuflaugakerfinu Trident, með 409 atkvæðum gegn 161. Þetta þykir sigur fyrir forsætisráðherra landsins, Tony Blair, þar sem hann þurfti á stuðningi íhaldsmanna að halda til að ná lögunum í gegn en um það bil 85 þingmenn Verkamannaflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Tveir þingmenn sögðu af sér aðstoðarmennsku við ráðherra í dag vegna andstöðu sinnar við endurnýjun vopnabúrsins. Blair hefur barist fyrir því á þingi að flaugarnar séu nauðsynlegar vörnum landsins. 17 ár taki að uppfæra það og því þurfi að hefjast handa þegar í stað. Gert er ráð fyrir að kostnaðurinn við endurnýjun kjarnorkuvopnanna kosti um 20 milljarða punda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert