Bandarískir hermenn brutu lög þegar þeir skutu breskan hermann

Réttarlæknir í Bretlandi úrskurðaði í dag, að dauða bresks hermanns, sem féll fyrir kúlum bandarískra hermanna, hefði borið að með ólöglegum hætti og hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa atburði með auðveldum hætti.

Réttarlæknirinn Andrew Walker sagði, að árásin á breska herbílalest í Írak fyrri hluta ársins 2003, þar sem Matty Hull lét lífið, hefði verið glæpsamleg. Þá gagnrýnir læknirinn Bandaríkjaher fyrir að vera ósamvinnufús við rannsókn málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert