Geti fengið rafræn borgarkort í síma

Kortið á m.a. að vera hægt að nýta í sundlaugum …
Kortið á m.a. að vera hægt að nýta í sundlaugum og á söfnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áform um að tekin verði upp rafræn borgarkort fyrir snjallsíma sem veiti fólki aðgang að margvíslegri þjónustu Reykjavíkurborgar eru vel á veg komin og er undirbúningur í gangi.

Einnig eru uppi hugmyndir hjá borginni um mannlausa sólarhringsopnun bókasafna utan hefðbundins opnunartíma og að nýta til þess stafrænar lausnir en þær eru þó enn á frumstigi. Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar, á von á að tímalína fyrir innleiðingu rafræna kortsins skýrist í sumar.

Fulltrúar menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs kynntu framtíðarsýn sviðsins í stafrænum málum og þjónustuumbætur á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs í seinustu viku.

Þar kom fram að forprófanir eru fyrirhugaðar á rafræna borgarkortinu sem íbúar geti fengið í snjallveski símans og muni veita í fyrsta fasa aðgengi að sundlaugum, ylströndinni, fjölskyldu- og húsdýragarðinum og að söfnum borgarinnar á borð við Listasafn Reykjavíkur og Borgarsögusafnið.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert