Starfsmenn rússnesks sjúkrahúss sakaðir um að binda börn

Rússneskir saksóknarar rannsaka nú hvort satt sé að starfsmenn sjúkrahúss hafi bundið ungbörn við rúm sín, til að komast hjá því að sinna þeim. Myndband sem sjúklingur tók upp með farsíma sínum sýnir, að því er virðist, tvö ungbörn bundin við barnarúm en börnin eru munaðarlaus og hafa verið á sjúkrahúsi nærri Moskvu frá því í september.

Yfirmenn á sjúkrahúsinu neita því að illa hafi verið farið með börnin. Starfsmenn segjast hafa bundið rúmin saman til að koma í veg fyrir að þau falli á hliðina. Myndir af munaðarlausum börnum með límband fyrir munninum á rússnesku sjúkrahúsi komust í fjölmiðla fyrr á árinu, og þótti ljóst að starfsmenn vildu með því kæfa grát þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert