Morales segir að Castró komi aftur til starfa fljótlega

Fídel Castró
Fídel Castró Reuters

Forseti Bólivíu, Evo Morales, segist eiga von á því að Fídel Castró muni koma aftur til starfa sem forseti Kúbu eða fyrir 28. apríl þegar ráðstefna forseta sex ríkja fer fram í Havana, höfuðborg Kúbu.

Fídel Castró, sem hefur ríkt lengst allra í embætti þjóðarleiðtoga, eða 47 ár, hefur verið frá störfum vegna veikinda frá því í júlí á síðasta ári. Hefur bróðir hans, Raul Castró, gegnt embættinu á meðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert