Fimmtugsafmæli ESB í Róm

Maður gengur hjá ljósmynd af undirritun Rómarsáttmálans 1957.
Maður gengur hjá ljósmynd af undirritun Rómarsáttmálans 1957. Reuters

Evrópa þarf markmið sem munu veita íbúunum innblástur næstu 50 árin sagði Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í hátíðarræðu í Róm í morgun. Fyrir 50 árum undirrituðu sex þjóðir samkomulag í Róm og mynduðu þar með sameiginlegt markaðssvæði í Evrópu.

Þjóðirnar sex voru Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Holland, Belgía og Lúxemborg.

Barroso og Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu voru viðstaddir athöfnina sem haldin var í ítalska þinginu, ásamt fulltrúum frá 27 löndum ESB.

„Við þurfum að sannfæra íbúa Evrópu að Evrópusambandið sé besta lausnin fyrir 21. öldina og þær áskoranir sem henni fylgja, til dæmis harðnandi alheimsvæðingin, sjálfbær vöxtur og samkeppni,” sagði Barroso.

„Við getum ekki skilið árangur síðastliðinna fimm áratuga frá þeim áskorunum sem bíða okkar, þetta er samofið,” sagði Barroso.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert