Blair: Sögulegt samkomulag á Norður-Írlandi

Ian Paisley og Gerry Adams á sögulegum fundi.
Ian Paisley og Gerry Adams á sögulegum fundi. Reuters

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands sagði að dagurinn í dag væri ákaflega mikilvægur fyrir Norður-Írland eftir að hið sögulega samkomulag milli Ian Paisley og Gerry Adams, leiðtoga hinna andstæðu fylkinga þar. „Þetta er mikilvægur dagur fyrir íbúa Norður-Írlands og sögu þessara eyja,” sagði Blair um samkomulagið.

„Allt okkar starf undanfarin 10 ár hefur verið undirbúningur fyrir þessa stund,” sagði Blair sem hefur barist fyrir því að koma samkomulaginu á áður en hann hættir sem forsætisráðherra fyrir ágústlok.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert