Maraþonhlaup í geimnum

Sunita Williams æfir sig um borð í alþjóðlegu geimstöðinni.
Sunita Williams æfir sig um borð í alþjóðlegu geimstöðinni. AP

Bandarískur geimfari, Sunita Williams, mun leggja í Boston Maraþonhlaupið um borð í alþjóðlegu geimstöðinni en hún verður fest við hlaupabretti til að stemma stigu við þyngdarleysinu.

Williams tryggði sér þátttökurétt í hlaupinu með því að klára maraþonhlaupið í Houston á tæpum þremur og hálfum tíma. Í desember fór hún út í geim með geimferju og hefur dvalist í alþjóðlegu geimstöðinni síðan. Ljóst er að hún verður þar þegar maraþonhlaupið fer fram 16. apríl og því ákvað hún að hlaupa bara í geimnum.

„Það er þvílíkur heiður að fá að taka þátt og ég vildi ekki að þátttökuréttur minn rynni sitt skeið án þess að láta reyna á það,“ sagði Williams.

Hún hefur þegar dvalist kvenna lengst í geimnum en hún snýr heim næsta sumar.

Það þarf vart að taka fram að Williams er fyrsti maraþonhlauparinn sem reynir við hlaupið í 338 km hæð yfir jörðu. „Þátttaka í Boston maraþonhlaupinu er hátindurinn á ferli flestra hlaupara,“ sagði talsmaður keppninnar og bætti við að Williams væri brautryðjandi með þessu geimhlaupi.

Sunita Williams í geimgöngu.
Sunita Williams í geimgöngu. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert