Áfram sprengt í Mogadishu

Kona liggur hér særð eftir átökin í Mogadishu. Yfir 12.000 …
Kona liggur hér særð eftir átökin í Mogadishu. Yfir 12.000 manns hafa flúið átökin í borginni sl. viku. Reuters

Sprengjuárásir héldu áfram í Mogadishu í dag, þriðja daginn í röð. Sjúkrahús í borginni hafa ekki undan við að sinna slösuðum á meðan eþíópískar og sómalískar hersveitir, sem njóta stuðnings herþyrlna, héldu áfram árásum sínum á íslamska uppreisnarmenn og ættbálkahersveitir.

Mikið mannfall hefur verið á meðal óbreyttra borgara, en Alþjóðanefnd Rauða krossins segir átökin í höfuðborg Sómalíu vera þau verstu í 15 ár. Stjórnvöld í Eþíópíu segja sínar hersveitir hafa fellt yfir 200 uppreisnarmenn frá því árásirnar hófust.

Skelkaðir íbúar segja skot stórskotaliðsins hafa hæft heimili íbúa fyrir dögun í morgun.

„Hver sá sem stendur á bak við þetta er ekki mennsku. Það er augljóst að þeir hafa ekki átt ömmu eða börn sem þeir þurfa að hugsa um,“ sagði Salado Yebarow, sem á heima á milli aðalíþróttaleikvangsins í borginni og forsetahallarinnar.

„Skotum rignir handahófskennt yfir borgina.“

Nágranni Yebarow, Awrala Adan, sem er eldri borgari og fötluð segist hafa þurft að fela sig á bak við húsgögn í einu horni í húsinu sínu.

„Ég hef glatað trúnni á því að heimurinn muni nú koma okkur hjálpar,“ sagði Adan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert