Bush gagnrýnir ferð Pelosi til Sýrlands

Nancy Pelosi í rútu á flugvellinum í Damaskus.
Nancy Pelosi í rútu á flugvellinum í Damaskus. Reuters

George W. Bush bandaríkjaforseti varaði við því í dag að heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til Sýrlands sendi Sýrlendingum misvísandi skilaboð og grafi undan tilraunum bandaríkjastjórnar til að einangra Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta. Sagði forsetinn það fram til þessa hafa reynst tilgangslaust að senda sendinefndir til fundar við sýrlenska ráðamenn og að það hafi fremur skaðað samskipti ríkjanna en bætt þau.

„Við höfum gert öllum háttsettum embættismönnum hvort sem þeir eru repúblíkanar eða demókratar grein fyrir því að það sendi yfirvöldum í Sýrlandi, yfirvöldum í heimshlutanum öllu og að sjálfsögðu Assad forseta misvísandi skilaboð að fara þangað,” sagði hann.

„Myndauppstillingar og eða fundir með Assad forseta stuðla að því að ríkisstjórn Assads fer að líta á sig sem eðlilegan hluta alþjóðasamfélagsins þegar hún er í raun ríki sem styður hryðjuverkastarfsemi.”

Þá sagði hann yfirvöld í Sýrlandi styðja eða a.m.k. ekki koma í veg fyrir ferðir vopnaðra manna frá Sýrlandi til Íraks auk þess sem þau hafi alla tíð neitað að framselja liðsmenn Hamas og Hizbollah-samtakanna.

Pelosi kom til Sýrlands í dag en hún er hæst sett þeirra bandarísku embættismanna sem farið hafa til Sýrlands áundanförnum fjórum árum.

Walid alMoualem, utanríkisráðherra Sýrlands, tekur á móti Nancy Pelosi, forseta …
Walid alMoualem, utanríkisráðherra Sýrlands, tekur á móti Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, við komu hennar til Damaskus í Sýrlandi í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert