Hamas segir vopnahlé við Ísrael ekki lengur í gildi

Palestínumenn mótmæla ofbeldi á Gaza í gær
Palestínumenn mótmæla ofbeldi á Gaza í gær Reuters

Hernaðararmur Hamassamtaka Palestínumanna sagði í dag, að fimm mánaða gamall vopnahléssamningur við Ísraelsmenn væri ekki lengur í gildi. Liðsmenn samtakanna skutu tugum eldflauga á Ísrael í morgun.

Yfirlýsingin var gefin eftir að Ezzedine al-Qassam herdeildirnar sögðust hafa skotið 30 eldflaugum og 61 sprengju á Ísrael, sem heldur upp á það í dag, að 59 ár eru liðin frá stofnun Ísraelsríkis.

Hamas hefur meirihluta ráðherra í heimastjórn Palestínumanna. Þetta er í fyrsta skipti sem hernaðararmur samtakanna lýsir ábyrgð á eldflaugaskotum á Ísrael frá því samið var um vopnahlé 26. nóvember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert