Olmert leiddi Ísraelsmenn í stríð án undirbúnings

Ísraelskur hermaður stendur við fallbyssu í suðurhluta Líbanons eftir að …
Ísraelskur hermaður stendur við fallbyssu í suðurhluta Líbanons eftir að átökin hófust þar á síðasta ári. Reiters

Niðurstaða opinberrar rannsóknar á stríði Ísraelsmanna í Líbanon á síðasta ári er m.a. sú, að Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hafi leitt landið í fljótfærni í stríð án þess að til grundvallar lægi heildaráætlun um hernaðinn. Stríðið braust út 12. júlí eftir að skæruliðar Hizbollah-samtakanna í Líbanon drápu þrjá ísraelska hermenn og tóku tvo til viðbótar höndum.

Í skýrslunni, sem AP fréttastofan hefur fengið í hendur, segir að ráðamenn í Ísrael hafi gerst sekir um alvarlegan dómgreindarbrest og skort á ábyrgð og varkárni.

Þeir Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, og Dan Halutz, hershöfðingi og fyrrum yfirmaður ísraelska heraflans, fá sinn skerf af gagnrýni. Er Peretz m.a. gagnrýndur fyrir reynsluleysi og litla þekkingu á hernum og Halutz er sagður hafa mistúlkað viðbúnað hersins.

Dómarinn, sem fór fyrir eftirlitsnefndinni, sagði að ef einhver þessara ráðamanna hefði brugðist við með öðrum og ábyrgari hætti hefðu ákvarðanirnar sem teknar voru og niðurstöður hernaðaraðgerðanna verið aðrar og betri.

Olmert fékk skýrsluna í hendur fyrr í dag og sagði í kjölfarið, að bætt yrði fyrir mistök, sem gerð hefðu verið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert