Ban Ki-moon hvetur til stefnumótunar í loftslagsmálum

Ban Ki-moon.
Ban Ki-moon. Retuers

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti í dag til aðgerða um allan heim til að sporna við gróðurhúsaáhrifum líkt og vísindnefnd stofnunarinnar (IPCC) hefur mælt með. Sagði Ban afar mikilvægt að fram komi áætlun um aðgerðir fyrir árið 2010 svo að ekki ríki stefnuleysi frá því að Kyoto sáttmálinn rennur út árið 2012 og þar til komist verður að næsta samkomulagi.

Næst verður fundað um umhverfismál á vegum stofnunarinnar á eynni Balí í Indónesíu í desember nk. Segir Ban það afar mikilvægt að komist verði að samkomulagi um yfirgripsmikla áætlun þá.

Í nýútkominni skýrslu IPCC eru lagðir fram valkostir til að minnka gróðurhúsaáhrif og er þar bent á að skilvirk tækni og hreint eldsneyti séu þegar á boðstólum. Þá segir í skýrslunni að losun gróðurhúsalofttegunda verði að byrja að minnka um árið 2015 svo forðast megi afdrifaríkustu afleiðingar gróðurhúsaáhrifa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert