Obama hyggst breyta orkustefnu Bandaríkjanna

Barack Obama telur að rétt sé að aðstoða bandaríska bílaframleiðendur.
Barack Obama telur að rétt sé að aðstoða bandaríska bílaframleiðendur. Reuters

Barack Obama, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum sagði í dag að breyta þyrfti opinberri orkustefnu Bandaríkjanna til að aðstoða bandaríska bílaframleiðendur við að koma undir sig fótunum í framleiðslu á sparneytnum bílum.

„Erlendir keppinautar hafa til margra ára fjárfest í þróun sparneytnari bílvéla, bandarískir bílaframleiðendur hafa eytt tíma sínum í að fjárfesta í stærri og hraðskreiðari bílum,” sagði Obama á fundi í Detroit.

Obama sagðist ætla hvetja bílaframleiðendur til að búa til sparneytnari vélar með því að láta ríkið aðstoða framleiðendur fjárhagslega við að sjá hluta af fyrrum starfsmönnum sem komnir eru á eftirlaun fyrir sjúkratryggingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert