Ránstilraun í verslunarmiðstöð

Fjórir menn reyndu fyrr í kvöld að ræna skiptibanka í verslunarmiðstöð í Kista í norðurhluta Stokkhólms. Þeir voru vopnaðir og flýðu í bifreið með eitthvað af lausafé með sér. Vitni sá þá síðar skipta um bíl. Hálftíma eftir ránstilraunina uppgötvaðist böggull hangandi á hurðarhúni lögreglustöðvarinnar í Kista.

Óttast lögreglan að böggullinn sé sprengja. Samkvæmt Dagens Nyheter er böggullinn í plastpoka og standa vírar og límband út úr honum. Sprengjusérfræðingar eru á leið á staðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert