Bretar saka Íran um að veita Talibönum aðstoð í Afganistan

Bretar saka Íran um að veita Talibönum aðstoð í Afganistan.
Bretar saka Íran um að veita Talibönum aðstoð í Afganistan. Reuters

Varnarmálaráðherra Breta, Des Browne sagði í dag að ýmislegt benti til þess að Íran veitti Talibönum í Afganistan aðstoð í baráttu þeirra við herdeildir NATO. Browne sagði jafnframt að Íran hefði einnig ýmis jákvæð áhrif í samskiptum við Afganistan.

Bretar og Bandaríkin hafa sakað aðila innan írönsku ríkisstjórnarinnar um að veita uppreisnarmönnum í Írak aðstoð og sagði Browne Varnarmálanefnd Neðrideildar breska þingsins að hið sama gæti verið upp á teningnum í Afganistan.

Jákvæð afskipti Írans í þessum heimshluta er að sögn Browne að Íran fjárfestir mikið í Afganistan og lokar landamærum sínum fyrir eiturlyfjainnflutningi þaðan.

„Þetta er flókið umhverfi,” sagði hann og bætti við að það væri Írönum í hag að hagkerfi Afganistans héldist gangandi og að eiturlyfjaframleiðslan þar minnkaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert