Ekki rétt hjá Sarkozy

Snekkjan sem Sarkozy dvaldi á.
Snekkjan sem Sarkozy dvaldi á. Reuters

Nicolas Sarkozy, verðandi forseti Frakklands, er sagður hafa farið með rangt mál er hann sagði, að auðkýfingurinn Vincent Bollore, sem lánaði honum lystisnekkju á dögunum, hefði ekki átt nein viðskipti við franska ríkið.

Sarkozy var gagnrýndur harðlega fyrir að hafa notað 60 metra langa snekkju Bollores og að auki að hafa látið einkaþotu auðkýfingsins flytja sig til Möltu. Sagt var, að samskipti af þessu tagi væru mjög óheppileg og beinn hagsmunaárekstur.

Stórir samningar

Þeir Bollore og Sarkozy eru gamlir vinir og báðir svöruðu þeir gagnrýninni með því að fullyrða, að fyrirtæki og fjölmiðlaveldi Bollores hefði ekki átt í neinum samningum við franska ríkið. Annað er þó komið á daginn.

Samkvæmt opinberum skjölum, sem hægt er að skoða á Netinu, hefur Bollore-samsteypan gert samninga upp á 40 milljónir evra, um 3,5 milljarða króna, á síðustu tveimur árum. Hefur hún meðal annars gert samninga við franska utanríkis- og varnarmálaráðuneytið.

Bollore-fyrirtækið, sem var stofnað 1822 og sérhæfði sig þá í framleiðslu pappírs í biblíur, veltir nú árlega um 500 milljörðum króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert