Bandaríkjunum tókst ekki að fá G7 ríkin til að styðja Wolfowitz

Fimm ríki í G7 vilja ekki að Wolfowitz haldi áfram …
Fimm ríki í G7 vilja ekki að Wolfowitz haldi áfram sem forstjóri Alþjóðabankans. Reuters

Bandaríkjunum mistókst að fá helstu bandalagsþjóðir sínar í G7 hópnum, sem eru sjö helstu iðnríki heims, til að styðja við bakið á Paul Wolfowitz, forstjóra Alþjóðabankans, en aðeins Japanar tóku afstöðu með Bandaríkjunum.

„Japan tók afstöðu með Bandaríkjunum, en aðrir, þ.á.m. Kanada, voru á móti því að Wolfowitz myndi halda áfram starfi sínu,“ segir heimildarmaður Reuters í kjölfar ráðstefnu embættismanna G7 ríkjanna. Í G7 eru Bandaríkin, Japan, Kanada, Ítalía, Frakkland, Þýskaland og Bretland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert