Öldungadeild hafnaði tillögu um að hætta fjármögnun Íraksstríðs

Úr Bandaríkjaþingi.
Úr Bandaríkjaþingi. AP

Öldungadeild Bandaríkjaþings hafnaði í dag með miklum mun tillögu frá tveimur þingmönnum demókrata um að draga verulega úr fjárframlögum til hernaðaraðgerða í Írak. Ef frumvarpið hefði verið samþykkt hefði Bandaríkjastjórn þurft að hefja brottflutning hersins frá Írak innan fjögurra mánaða og aðeins hefðu verið veittar fjárveitingar til aðgerða gegn hryðjuverkamönnum og til að þjálfa íraska hermenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert