Tryggt að Gordon Brown taki við af Tony Blair án leiðtogakjörs

Gordon Brown getur brosað sínu breiðasta eftir að yfirgnæfandi meirihluti …
Gordon Brown getur brosað sínu breiðasta eftir að yfirgnæfandi meirihluti þingmanna breska Verkamannaflokksins lýsti yfir stuðningi við hann sem arftaka Tony Blair. AP

Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, var fullvissaður um það í dag að hann verði næsti forsætisráðherra Bretlands án þess að gengið verði til leiðtogakjörs, en meirihluti þingmanna Verkamannaflokksins lýstu yfir stuðningi við hann eftir atkvæðagreiðslu í dag.

Verkamannaflokkurinn segir að 307 af 353 þingmönnum flokksins hafi útnefnt Brown sem næsta leiðtoga flokksins, sem gerir það sjálfkrafa að verkum að hann mun taka við embætti forsætisráðherra eftir brotthvarf Tonys Blair í lok júní.

Fréttir herma að a.m.k einn þingmaður Verkamanna muni útnefnda Brown á morgun og að annar, varaforseti þingsins, muni ekki útnefna neinn.

Niðurstaðan leiðir til þess að það er orðið ómögulegt fyrir eina mögulega andstæðing Brown, vinstri manninn John McDonnell, að fá þær 45 útnefningar sem hann þarf til þess að gerast formlegur frambjóðandi í leiðtogakjöri flokksins.

McDonnell, sem hafði tryggt sér 29 útnefningar, hefur viðurkennt ósigur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka