Litla hafmeyjan færð í klæði múslima

Litla hafmeyjan var máluð rauð í síðustu viku.
Litla hafmeyjan var máluð rauð í síðustu viku. AP

Styttan af litlu hafmeyjunni í Kaupmannahöfn var í nótt færð í kufl af þeirri tegund, sem múslimar klæðast gjarnan. Einnig var handklæði vafið um höfuð styttunnar. Styttan var ekki skemmd á neinn hátt.

„Hún var bara klædd í föt og nú förum við og fjarlægjum þau," hefur fréttavefur Berlingske Tidende eftir lögreglu.

Lögreglan veit ekki hver var að verki en hún fékk tilkynningu klukkan 5:30 að dönskum tíma frá manni, sem sagði að hafmeyjan væri orðin múslimi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert