Wolfowitz sakar fjölmiðla um að hafa neytt sig til að segja af sér

Wolfowitz er ósáttur við það að fjölmiðlar hefðu þvingað sig …
Wolfowitz er ósáttur við það að fjölmiðlar hefðu þvingað sig til að hætta. AP

Paul Wolfowitz, fráfarandi yfirmaður Alþjóðabankans, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að þrungið andrúmsloft í bankanum og fjölmiðlar hefðu þvingað hann til að segja af sér.

Wolfowitz sagði af sér vegna hneykslismáls en hann er sakaður um að hafa brotið siðareglur hans með því að hygla ástkonu sinni og veita henni mikla launahækkun.

Í viðtali við BBC segir Wolfowitz að stjórn bankans hafi ekki sætt sig við þá útskýringu að hann hafi starfað í góðri trú og samkvæmt góðu siðferði.

Hann yfirgefur bankann 30. júní nk. en alla tíð hefur hann verið umdeildur, jafnt í upphafi og nú þegar hann hverfur af vettvangi.

Mörg Evrópuríki voru því mótfallin að hann yrði útnefndur yfirmaður Alþjóðabankans, en þeim mislíkaði hlutverk hans sem embættismanns hjá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og sem eins af arkitektum Íraksstríðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert