Farandverkamenn sækjast eftir að ílengjast í Bretlandi

Farandverkamenn sem koma til starfa í Bretlandi frá Austur-Evrópu sækjast í aukni mæli eftir því að fá að setjast að í landinu samkvæmt nýrri könnun The Joseph Rowntree Foundation. Þá kemur fram í könnuninni að stór hluti þessa hóps kemur til Bretlands með skammtímadvöl í huga en skiptir um skoðun eftir komu sína þangað. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Af þeim 600 farandverkamönnum sem þátt tóku í könnun stofnunarinnar árið 2002 sögðust 6% koma til landsins með langtímadvöl í huga. Árið 2004 sagðist hins vegar þriðja hver kona, úr sama hópi, vilja vera áfram í landinu en fjórði hver karl.

Um er að ræða farandverkamenn frá Póllandi, Slóvakíu, Tékklandi, Litháen, Úkraínu og Búlgaríu og eru byggingaverkamenn, landbúnaðarverkamenn og barnfóstrur á meðal þeirra.

Julia Unwin, formaður JRF, segir samanburðarkönnunina sýna að bresk yfirvöld verði að líta á farandverkamenn sem „annað og meira en efnahagslega stærð og að mikilvægt sé að vinna að aðlögum þeirra að bresku samfélagi, jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að þeir dvelji einungis tímabundið í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert