Giuliani og Clinton enn með forustu; Thompson gæti aukið fylgið

Fred Thompson.
Fred Thompson. Reuters

Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, hefur enn forustu í keppninni um útnefningu sem forsetaframbjóðandi Repúblíkanaflokksins í Bandaríkjunum, og John McCain er í öðru sæti. Þriðji er leikarinn og öldungadeildarþingmaðurinn fyrrverandi Fred Thompson, sem hefur þó enn ekki lýst því yfir opinberlega að hann sækist eftir útnefningu.

Fréttaskýrendur telja að Thompson muni tilkynna framboð sitt innan skamms, og geti þá fljótlega aukið fylgi sitt til muna og hrist verulega upp í keppninni innan Repúblíkanaflokksins. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun er forusta Giulianis ekki jafn afgerandi nú og hún var í febrúar.

Thompson hefur leikið í ýmsum kvikmyndum, m.a. Leitinni að Rauða október, og sjónvarpsþáttum.

Hjá demókrötum hefur Hillary Clinton enn forustu og Barack Obama er annar. John Edwards er þriðji.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert