Amnesty hefur auga með Darfur

Súdanskir strákar, sem neyðst hafa til þess að yfirgefa heimili …
Súdanskir strákar, sem neyðst hafa til þess að yfirgefa heimili sín, í Krinding flóttamannabúðunum í Darfur. HO

Amnesty International hóf í dag að setja inn gervihnattamyndir á netið af súdönskum þorpum á átakasvæðinu í Darfur til þess að þrýsta á stjórnvöld í höfðuborginni Khartoum að hleypa friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna (S.Þ.) inn á svæðið.

Samtökin bjóða fólki um allan heim að skoða heimasíðuna www.eyesondarfur.org, sem verður uppfærð reglulega með nýjum myndum, og hjálpa til við að fylgjast með 12 þorpum í hættu og gera þannig stjórnvöldum grein fyrir því að fylgst sé grannt með vísbendingum um meira ofbeldi á svæðinu.

Á heimasíðunni er einnig að finna eldri myndir sem sýna þróunina á svæðinu frá því að átök hófust. Rúmlega 200.000 manns hafa dáið og 2 milljónir hrakist frá heimilum sínum. Á myndunum má sjá hvernig húsum hefur fækkað og landið komist í órækt.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í fyrra að búa til 23.000 manna lið S.Þ og Afríkusambandsins, en forseti Súdan, Omar Hassan al-Bashir, þótti sá fjöldi of mikill. Hann samþykkti 3.000 lögreglumenn og hermenn frá S.Þ. sem viðbót við þá 7.000 manns Afríkusambandsins sem fyrir voru.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert