Meintir morðingjar „bankastjóra Guðs" sýknaðir

Blackfriars brúin yfir Thamesí miðborg Lundúna þar sem lík Calvis …
Blackfriars brúin yfir Thamesí miðborg Lundúna þar sem lík Calvis fannst. AP

Ítalskur dómari sýknaði í dag fimm menn sem ákærðir voru fyrir morðið á „bankastjóra Guðs", Roberto Calvi, árið 1982. Calvi fékk viðurnefnið „bankastjóri Guðs" vegna náinna tengsla við Páfagarð.

Ítalski bankamaðurinn Roberto Calvi fannst látinn í London árið 1982. Calvi fannst hangandi í snöru undir brú í London eftir að Ambrosiano-bankinn sem hann stjórnaði varð gjaldþrota í stærsta fjármálahneyksli Ítalíu eftir stríð. Bankinn var nátengdur Páfagarði sem átti stóran hlut í honum.

Var alltaf talið að hann hefði framið sjálfsmorð en fjölskylda hans hélt því ætíð fram að svo hefði ekki verið. Var lík hans grafið upp 1998 og það rannsakað og var niðurstaðan sú að hann hefði líklega verið kyrktur og síðan hengdur upp. Voru fimmmenningarnir í kjölfarið ákærðir fyrir að hafa myrt Calvi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert