Repúblikanar koma í veg fyrir að lýst verði vantrausti á Gonzales

Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa komið í veg fyrir að þingið lýsi vantrausti á hendur Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, en gengið var til atkvæðagreiðslu um málið í dag.

Demókratar hafa kallað eftir því að Gonzales segði af sér eftir að hann rak níu alríkissaksóknara í fyrra.

Gonzales nýtur hinsvegar stuðnings George W. Bush Bandaríkjaforseta, sem lítur á atkvæðagreiðsluna sem „pólitíska“. Þá segir Bush að hann muni taka ákvörðun um það hvort Gonzales væri hæfur eða vanhæfur, segir á fréttavef BBC.

Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.
Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka