Blair gerist kaþólskur

Tony Blair í Brussel í gær.
Tony Blair í Brussel í gær. Reuters

Tony Blair mun skipta formlega um trúfélag þegar hann hættir sem forsætisráðherra Bretlands í næstu viku, ganga úr ensku biskupakirkjunni og gerast kaþólskur. Þetta kemur fram í breska blaðinu Guardian í dag og þar segir að Blair ætli fyrst að ganga á fund Benedikts páfa í Róm.

Blaðið Daily Telegraph fjallar einnig um málið og segir að Blair muni ganga til liðs við kaþólsku kirkjuna eins fljótt og unnt er. Cherie, eiginkona Blairs, og fjögur börn þeirra, eru öll kaþólikkar.

Blair er staddur í Brussel á leiðtogafundi Evrópusambandsins en mun á morgun fara til Rómar á og ganga m.a. á fund Benedikts páfa XVI.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert