Hundruð manna föst í skrifstofubyggingum í Sheffield vegna flóða

Bifreið ekið í gegn um vatnsflaum í Hull í dag
Bifreið ekið í gegn um vatnsflaum í Hull í dag Reuters

Hundruð manna sitja föst í skrifstofubyggingum í Sheffield vegna flóða og keppast þyrlur við að sækja fólk, byggingar eru sagðar við það að hrynja og hefur veggjum og bifreiðum skolað á brott í vatnsflaumnum. Rafmagnslaust er á svæðinu svo fólkið er sambandslaust við umheiminn fyrir utan farsíma. Þá hafa borist óstaðfestar fregnir af því að unglingur hafi fallið í ána Sheaf í borginni og sé ekki fundinn.

Þá segir í fréttum Sky News að 25 manns sitji fastir í bifreiðum sínum á Brightside Lane í borginni.

Stormur og úrhellisrigning ganga nú yfir England og Wales og hafa flóð valdið miklum usla. Vegir eru víða ófærir og hefur mörgum skólum verið lokað, björgunarmenn hafa unnið að því að bjarga fólki sem lent hefur í ógöngum og þurfti meðal annars að sækja 50 börn eftir að skólabíll festist í vatnflaumi. Þá hafa hafa íbúar hundruð manna þurft að yfirgefa heimili sín.

Öll lestafyrirtæki hafa varað við því að truflunum á samgöngum vegna veðursins.

Í Hull lést maður eftir að hann festi annan fótinn í niðurfalli sem hann var að hreinsa. Þá sótti þyrla mann sem sat fastur í bifreið sinni í Lincolnshire.

Áframhaldandi vatnsveðri er spáð næsta sólarhringinn og er búist við því að hinar miklu rigningar muni valda enn frekari vandræðum. Næsta sólarhringinn er í Yorkshire og austurhluta Wales spáð jafn mikilli úrkomu og í meðal mánuði, og allt að tvöföldu því magni á sumum svæðum.

Listi yfir vefmyndavélar Sheffield-borgar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert