Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvar aftöku geðsjúks manns

Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvaði í dag aftöku morðingja, sem talinn er alvarlega vanheill á geði. Maðurinn skaut tengdaforeldra sína til bana fyrir 15 árum fyrir framan konu sína og unga dóttur.

Hæstiréttur samþykkti með 5 atkvæðum gegn 4, að fresta aftöku Scott Louis Panetti, sem segist þjást af alvarlegum geðsjúkdómi, sem valdi miklum ranghugmyndum. Meirihluti hæstaréttar segir, að taka hefði átt tillit til þessa þegar Panetti var dæmdur til dauða.

Lögmenn Panettis vildu að dómurinn kvæði upp úr um, að ekki mætti taka fólk af lífi, sem vegna geðsjúkdóma hefði ekki skilning á sambandi glæps og refsingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert