Markaðssetja flugvöllinn í Malmö sem Kaupmannahöfn

Forsvarsmenn Kastrupflugvallar eru ekki sérlega hrifnir af því, að flugfélög, sem fljúga til Sturupflugvallar við Malmö í Svíþjóð, skuli auglýsa flug til Kaupmannahafnar. Um 60 km eru frá Sturup inn í miðborg Kaupmannahafnar yfir Eyrarsundsbrú.

Sænska blaðið Sydsvenskan segir, þegar að írska lággjaldaflugfélagið Ryanair auglýsir ferðir til Sturup segist það fljúga til Kaupmannahafnar. Og þegar ungverska lággjaldafélagið Wizz Air selji flugferðir frá pólska bænum Poznan til Sturpu segist það fljúga til Malmö-Kaupmannahafnar.

„Það er bara einn stór flugvöllur í Kaupmannahöfn. Og hann heitir Kastrup," hefur blaðið eftir Corinna Lundbæk Pedersen í framkvæmdastjórn Kastrupflugvallar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert