Reynt að koma í veg fyrir brottflutning Afgana frá Noregi

Stuðningshópur Afgana í Noregi reynir með öllum ráðum að koma í veg fyrir að 12 manna hópur afganskra flóttamanna verði sendur úr landi í dag. Alls var 21 Afgana vísað úr landi í gær og voru 9 þeirra sendir með flugvél til Amsterdam í morgun.

Að sögn fréttavefjar Aftenposten mun standa til að senda Afganana 12 með flugvél frá Gardemoenflugvelli í Ósló til Islamabad í Pakistan.

Afganarnir dvöldu í flóttamannabúðum skammt frá Gardemoen en norsk stjórnvöld ákváðu í vikunni að veita þeim ekki hæli. Hefur Afenposten eftir talsmanni norsku útlendingastofnunarinnar, að Afganarnir hafi ekki lagt fram neinar sannanir fyrir því, að líf þeirra sé í hættu í heimalandi sínu og engar vísbendingar um það hafi komið fram í umfangsmikilli rannsókn á málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert