1.500 kíló af kókaíni fundust fyrir slysni

Alls fundust um 1.500 kg af kókaíni fyrir slysni fljótandi við strendur Írlands í gær. Er markaðsvirði eiturlyfjanna um 150 milljónir Bandaríkjadala, 9,3 milljarðar króna. Er þetta mesta magn af kókaíni finnst í írskri lögsögu. Algjör tilviljun réð því að eiturlyfin fundust en báturinn sem var að smygla kókaíninu til Írlands lenti í skipskaða og fundu björgunarmenn eiturlyfin fljótandi í um 60 bögglum sem hver og einn innihélt um 25 kg af kókaíni þegar þeir voru að bjarga bátsmönnunum.

Írski sjóherinn, lögregla og tollgæsla eru enn að leita að fleiri bögglum á Dunloughflóa en þar sem eiturlyfin fundust í gær. Tveir menn voru handteknir vegna málsins en þeir voru um borð í bátnum. Annar þeirra er í gæsluvarðhaldi en hinn er á sjúkrahúsi. Að sögn lögreglu eru að minnsta kosti tveir menn til viðbótar tengdir smylginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Arna Rut Sveinsdóttir: LoL

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

VW Tiguan 2014 til sölu
Ekinn 65.000, diesel, sjálfskiptur. Innfellanleg dráttarkúla. Verð 3,6 milljónir...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
 
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...