Djarfar myndir auglýsa Evrópusambandið

Evrópusambandið hefur opnað sérstaka vefsíðu þar sem sýnd eru upplýsinga- og auglýsingamyndbönd sem dásama hin ýmsu verk sambandsins. Eitt myndbandanna hefur sætt gagnrýni fyrir að vera klámfengið. Í því hefur verið raðað kynlífsatriðum úr kvikmyndum sem ESB hefur styrkt.

Á föstudaginn opnaði vefsíðan eutube á hinni vinsælu youtube vefsíðu og er markmiðið með síðunni að upplýsa fólk um starfsemi ESB á nýstárlegan hátt.

Hið djarfa kynlífsatriðamyndband sem er 44 sekúndur hefur til þessa fengið um 280 þúsund heimsóknir og dregið athygli fólks að ýmsum verkum ESB og jafnframt uppskorið háð og spott á spjallsíðum fyrir að grípa til djarfra myndskeiða til að vekja á sér athygli.

Þess má geta að í öðru myndskeiði má sjá atriði úr íslensku kvikmyndinni Nóa Albínóa en það er meðal myndskeiða sem sett hafa verið saman undir titlinum Rómantíkin lifir enn í evrópskri kvikmyndagerð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert