Kvenréttindakona dæmd til hýðingar

Kvenréttindakona var dæmd til hýðingar og tæplega þriggja ára fangelsisvistar í Íran eftir að hafa tekið þátt í mótmælum gegn lögum sem hún taldi valda misrétti milli kynja. Deleram Ali var dæmd fyrir þátttöku í ólöglegri samkomu, áróður gegn kerfinu og að vera með ólæti á almannafæri.

Ali var ein 70 kvenna sem voru handteknar í júní árið 2006 og hafa nokkrar konur þegar verið dæmdar til fangelsisvistar fyrir mótmælin. 30 konur voru handteknar í mars fyrir að mótmæla fyrir utan dómshúsið, þar sem réttarhöld yfir konunum fóru fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert