Sextán ára breskar stúlkur staðnar að umfangsmiklu smygli

Tvær sextán ára breskar stúlkur voru fyrr í þessum mánuði handteknar á alþjóðaflugvellinum í Afríkuríkinu Ghana með mikið magn af kókaíni. Samkvæmt upplýsinum breskra tollvarða er söluandvirði efnisins metið á 600,000 Bandaríkjadali.

Samkvæmt upplýsingum breskra tollgæsluyfirvalda eru stúlkurnar taldar hafa verið burðardyr en ekki er talið að þær hafi komið að skipulagningu glæpsins.

"Það er algerlega fyrirlitlegt að nota svo ungar stúlkur sem burðardýr og það sýnir einungis eðli þeirra aðila sem standa að baki slíkum viðskiptum," segir í yfirlýsingu talmanns breska utanríkisráðuneytisins um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert